Grænmetisklattar námsmannsins

Þessi CAM00760aréttur dregur nafn sitt af því að þegar hann var fyrstur á borðum á mínu heimili þá voru bæði karl og kerling í skóla, gott ef kerlan var ekki ennþá í menntaskóla! Við bjuggu í lítilli einstaklingsíbúð á stúdentagörðunum við Lindargötu. Eldunaraðstöðunni í því litla koti var þannig háttað að með íbúðinni fylgdi helluborð með tveim hellum og svo örbylgjuofn. Því miður, þá var helluborðið þannig að ekki var hægt að nota báðar hellurnar samtímis nema ef pottarnir og/eða pannan væru frekar lítil því annars komst það ekki fyrir bæði í einu. Verst fannst mér að vera ekki með ofn, en því var bjargað með því að finna pínkulítinn ofn í góða hirðinum sem hægt var að hafa á eldhúsbekknum. Síðan fékk ég mér pínkulítið eldfast mót til að setja í ofninn. Í þessum ofni var ekki hægt að baka því ef kakan lyfti sér eitthvað að ráði þá fyllti hún nánast uppí ofninn með tilheyrandi brunalykt. Við þessar aðstæður varð að skipuleggja eldamennskuna vel, mörgum réttum breytt til að redda sér og eða skapaðir nýir réttir sérsniðnir að þessu eldhúsi.

Enn fremur vorum við á þeim tíma, vinirnir sem var leiðinlegt að bjóða í mat. Húsfrúin vildi bara grænmetisæti og herrann var á glútenlausufæði. Við elduðum því oftast heima og þá urðu þessir grænmetisklattar til. Þeir eru sem sé glúten og kjötlausir 🙂 Þetta er fljótlegur kvöldmatur sem rennur ljúflega niður hjá flestum.

Erfiðleikastig: Auðvelt             Tími: 30-40 mín               Fyrir: 2-3

Innihald:

  • 5 dl glútenlaust maísmjöl (lífrænt, fæst í Krónunni nú til dags)
  • 2 egg
  • 3 dl vatn
  • 750 g blandað frosið grænmeti
  • Uppáhalds krydd matreiðslumeistarans (t.d. basilika, rósmarin, timjan, oregano, steinselja)
  • Salt og pipar

Byrjað er á því að sjóða grænmetið í grænmetiskrafti í um 10 mín. Á meðan er maísmjöli, eggjum, vatni og kryddi blandað saman (ekki spara kryddin) hrært saman þar til blandan er mjúk og kekkjalaus. Þá er vatninu helt af grænmetinu, það sett útí maísblönduna og blandað vel. Hitið því næst smá olíu á pönnu. Þegar pannan er orðin meðalheit þá er grænmetisblöndunni ausið á pönnuna svo það myndast klattar eða lummur. Steikið í 3 mín á hlið. Berið fram með hrísgrjónum, salati og sósu sem ykkur finnst góð.

Þessi færsla var birt í Uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd